Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Er betra að gefa en lána ?
2.11.2008 | 21:32
Hún ríður ekki við einteyming manngæskan hjá Færeyingum. Nú vill þessi góðhjartaði færeyski atvinnurekandi gefa okkur alla peningana sem landstjórnin ætlaði að lána okkur. Ekki veit ég hvort er betra að lána íslenskum stjórnvöldum peninga eða gefa þá. Eg held að það skipti ekki máli, þeir kunna ekkert með peninga að fara. Best væri að Færeyingar stofnuðu sjóð íslenskum almúga til handa og sæju um að ávaxta hann sjálfir, útdeildu síðan úr honum til íslenskrar alþýðu og gættu þess að íslensk sjórnvöld kæmu þar hvergi nærri. Þá væri nokkuð öruggt að peningarnir kæmu að einhverju gagni. Þeir færu a.m.k. ekki í ferðakostnað íslenskra pólitíkusa á ólympíuleika eða á fundi í Brussel.
Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)